Viðskiptaráð Íslands

Næstu skref í samvinnuleið

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hélt erindi á ráðstefnu um samvinnuleið við innviðafjármögnun í Arion banka 3. október sl. Kom Ásta m.a. inn á fjárfestingaþörfina í innviðum landsins, samanburð við önnur lönd og ríka þörf á alhliða löggjöf þegar kemur að samvinnuleið einkaaðila og hins opinbera.

Hér má sjá kynningu Ástu á pdf

Ráðstefnan var haldin á vegum bankans, breska sendiráðsins á Íslandi og Bresk-íslenska viðskiptaráðsins. Þar upplýsti Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri hjá samgönguráðuneytinu, að samgönguráðherra stefni að því að leggja fram frumvarp um samvinnuleið (PPP) við fjármögnun samgönguframkvæmda í nóvember. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra sagði í kjölfarið að frumvarp samgönguráðherra gæti orðið góður grundvöllur að heildstæðri lagasetningu um samvinnuleið.

Tengt efni

Aðgát skal höfð í nærveru fjármagns: Erindi á Skattadegi 2025

Hugmyndaríkt fólk þarf aðgang að fjármagni, svo það geti hrint hugmyndum sínum í …
16. janúar 2025

Hafsjór af gulli: Erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni 2024

Reglubyrði íslenskra fyrirtækja vegna EES-samningsins fer vaxandi. Gullhúðun í …
14. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 …
20. júní 2024