Viðskiptaráð Íslands

Morgunfundur um samkeppnishæfni

Nýjar niðurstöður árlegrar greiningar IMD á samkeppnishæfni ríkja verða kynntar á morgun

Viðskiptaráð og Arion banki standa fyrir morgunfundi í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, í fyrramálið, miðvikudaginn 15. júní kl. 9:00-10:15.

Á fundinum munu hagfræðingar Viðskiptaráðs kynna nýjar niðurstöður árlegrar greiningar IMD á samkeppnishæfni ríkja. Sérstakir gestir fundarins, þau Benedikt Gíslason, bankastjórI Arion banka, Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq á Íslandi, munu svo fjalla um þýðingu niðurstaðnanna fyrir íslenskt viðskiptalíf en sérstök áhersla verður lögð á að ræða alþjóðlegar fjárfestingar og millilandaviðskipti.

Öll velkomin en við biðjum gesti að skrá sig á fundinn hér.

Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024