The Icelandic Economy - ný útgáfa


Hin árlega skýrsla „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments and Future Outlook“ er nú komin út. Skýrslan er einstakt og yfirgripsmikið rit á ensku um íslenskt efnahagslíf. Í henni er fjallað um efnahagslegt ástand á Íslandi, nýlega þróun í stjórnmálum, viðskiptum og efnahagslífi ásamt horfum til framtíðar.

Smelltu hér til að lesa skýrsluna

Umfjöllunarefni skýrslunnar er m.a. eftirfarandi:

  • Þróun helstu hagstærða og samhengi þeirra við önnur ríki
  • Utanríkisviðskipti og erlend staða þjóðarbúsins
  • Þróun helstu útflutningsgreina
  • Nýjustu tölur um framleiðni á Íslandi
  • Launaþróun og komandi kjaraviðræður
  • Einkenni og þróun fjármálamarkaðar
  • Peningastefna
  • Áherslur nýrrar ríkisstjórnar
  • Mögulegar innviðafjárfestingar
  • Vaxtarmöguleikar til framtíðar

Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum miklar breytingar á síðustu 10 árum. Á sama tíma hefur upplýsingagjöf til erlendra aðila um þróun efnahagsmála á Íslandi oft verið af skornum skammti. Þess vegna hefur Viðskiptaráð frá haustinu 2008, gefið reglulega út skýrslu á ensku um stöðu efnahagsmála hérlendis. Skýrslan er send til erlendra tengiliða í fyrirtækjum, alþjóðastofnunum, systursamtökum Viðskiptaráðs og hjá hinu opinbera víðs vegar um heiminn.

Smelltu hér til að lesa skýrsluna

Glærukynning er einnig gefin út samhliða skýrslunni en í henni má finna myndir úr skýrslunni á aðgengilegu formi.

Smelltu hér til að lesa kynninguna

Viðskiptaráð býður upp á kynningar á skýrslunni og prentuð eintök til sölu (í takmörkuðu upplagi). Hafa má samband við hagfræðing ráðsins, Konráð S. Guðjónsson, á netfangið konrad@vi.is fyrir nánari upplýsingar.

Tengt efni

Sóknarfæri á tímum sjálfvirknivæðingar

Aukinni sjálfvirknivæðingu fylgja áskoranir en um leið ýmis tækifæri
6. apr 2022

Raunveruleg þörf fyrir sóttvarnaaðgerðir er nauðsynleg forsenda útgjalda

Viðskiptaráð kallar eftir afléttingu takmarkana og að athafnafrelsi sé komið að ...
25. jan 2022

Ný útgáfa hagskýrslunnar „The Icelandic Economy 2017"

Ný útgáfa skýrslunnar „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments ...
11. ágú 2017