Viðskiptaráð Íslands

The Icelandic Economy 2020

Viðskiptaráð hefur gefið út hina árlegu skýrslu The Icelandic Economy. Skýrslan er á ensku og fjallar um íslenskt efnahagslíf í víðu samhengi. Að þessu sinni er einnig fjallað ítarlega um efnahagsáhrif COVID-19 hér á landi. Útgáfan er í glæruformi með áherslu á myndræna framsetningu.

Efnisatriði skýrslunnar eru meðal annars:

  • Þróun helstu hagstærða og samhengi þeirra við önnur ríki
  • Utanríkisviðskipti og erlend staða þjóðarbúsins
  • Þróun helstu útflutningsgreina
  • Einkenni og þróun fjármálamarkaða
  • Ríkisfjármál, peningastefna og önnur stofnanaumgjörð
  • Efnahagsáhrif COVID-19 til þessa
  • Samkeppnishæfni Íslands til skemmri og lengri tíma
  • Mögulegar fjárfestingar, í innviðum sem og öðru

Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum miklar breytingar á síðustu árum og fyrir lítið opið hagkerfi er nauðsynlegt að upplýsingagjöf til erlendra aðila sé öflug. Skýrslan er því send til erlendra tengiliða í fyrirtækjum, alþjóðastofnunum, systursamtökum Viðskiptaráðs og hjá hinu opinbera víðs vegar um heiminn.

Viðskiptaráð býður upp á kynningar á skýrslunni og prentuð eintök til sölu (í takmörkuðu upplagi). Hafa má samband við hagfræðing ráðsins, Konráð S. Guðjónsson, á netfanginu konrad@vi.is fyrir nánari upplýsingar.

Skjáskot úr skýrslunni:

Tengt efni

The Icelandic Economy – H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan …

Skýrsla Viðskiptaþings 2024

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til …
8. febrúar 2024

The Icelandic Economy – 4F 2023

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic …