Viðskiptaráð Íslands

Misráðin hugmynd að endurvekja Lyfjaverslun ríkisins

Heilbrigðisráðherra lýsti því nýlega yfir að hún sæi ástæðu til að kanna möguleika á því að endurvekja Lyfjaverslun ríkisins í því augnamiði að lækka lyfjaverð. Viðskiptaráð hafnar með öllu þeirri hugmynd að ríkið hefji innflutning á lyfjum og rekstur lyfjaverslunar í beinni samkeppni við einkaaðila, enda er hugmyndin afturhvarf til fortíðar og í hróplegu misræmi við stefnu stjórnvalda undanfarinn áratug. Heppilegra væri að líta til reynslu Dana og nýta EES-samninginn til að fá lyfjafyrirtæki til að sækja um markaðsleyfi á skráningu samheitalyfja eða með því að einfalda og draga úr regluverki á lyfjamarkaði þannig að samnýta megi skráningar lyfja á milli landa - án þess að endurvekja Lyfjaverslun ríkisins.

Hér má lesa skoðunina í heild sinni

Tengt efni

Á hlykkjóttum vegi: samrunaeftirlit á Íslandi

Samrunaeftirlit er jafnvægislist milli virkrar samkeppni og fram­þróunar. Á …
14. október 2025

Auðlind í augsýn: olíuleit á Drekasvæðinu

Á Drekasvæðinu hefur fundist virkt kolvetniskerfi sem gæti innihaldið olíu í …
18. september 2025

Svartir sauðir, glatað fé: uppsagnarvernd opinberra starfsmanna

Rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kemur í veg fyrir að stjórnendur geti …
22. maí 2025