Viðskiptaráð Íslands

Hverjar eru okkar ær og kýr?

Íslenskur landbúnaður stendur á tímamótum. Breytingar munu verða á umgjörð greinarinnar á komandi árum. Auka þarf sveigjanleika, efla hvata til nýsköpunar og auka samkeppnisaðhald greinarinnar. Það verður best gert með breytingum á bæði tollvernd landbúnaðarvara og fyrirkomulagi styrkja til þeirra sem stunda rekstur í greininni.

Lesa skoðun

Í skoðuninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Um 40% matvælaútgjalda heimila má rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði
  • Lítill innflutningur er á tollvernduðum matvælum, 3% af neyslu mjólkurvara og 5% af neyslu kjöts
  • Arðsemi íslenskra bændabýla er neikvæð sé horft framhjá opinberum styrkjum
  • Framleiðni í mjólkurframleiðslu er 20% undir meðaltali nágrannaríkjanna
  • Verð á tollvernduðum vörum eru allt að 60% hærra en í nágrannaríkjunum
  • Afnám tolla myndi skila neytendum um 10 ma. kr. árlega í formi lægra vöruverðs

Lesa skoðun

Tengt efni

Veðjað á rangan hest: Umgjörð veðmálastarfsemi á Íslandi

Þótt veðmálastarfsemi sé sniðinn þröngur stakkur hérlendis veðja fáar þjóðir …
12. september 2024

Réttum kúrsinn: Umbætur í opinberu eftirliti

Opinbert eftirlit stendur samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi …
27. ágúst 2024

Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mars 2024