Íslendingar búa við miklar efnahagssveiflur. Óstöðugleikinn dregur úr getu fyrirtækja til að móta langtímaáætlanir, byggja upp sérhæfingu og fjárfesta í tækjum og mannauði til að auka rekstrarhagkvæmni. Lága framleiðni á Íslandi má að stórum hluta rekja til þessara áskorana.
Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:
Ef draga á úr efnahagslegum óstöðugleika þarf að ráðast að grunnrótum vandans: hagstjórninni. Í því felst að ráðist verði í aðgerðir á öllum þremur sviðum hennar – fjármálum hins opinbera, peningastefnu og vinnumarkaði. Skilningur á viðfangsefnunum hefur aukist á undanförnum misserum. Því er tilefni til bjartsýni um að vel takist til við umbætur.