Viðskiptaráð Íslands

Ferð án fyrirheits: rekstur í efnahagslegu umróti

Íslendingar búa við miklar efnahagssveiflur. Óstöðugleikinn dregur úr getu fyrirtækja til að móta langtímaáætlanir, byggja upp sérhæfingu og fjárfesta í tækjum og mannauði til að auka rekstrarhagkvæmni. Lága framleiðni á Íslandi má að stórum hluta rekja til þessara áskorana.

Lesa skoðun

Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:

  • Verðlags- og hagvaxtarsveiflur hérlendis eru þær mestu af öllum iðnríkjum
  • Starfsfólki í innlendum greinum fjölgaði í aðdraganda fjármálakreppunnar á meðan útflutningsgreinar sátu eftir. Eftir veikingu krónunnar varð þróunin öfug.
  • Fjárfesting sveiflast samhliða breytingum á styrk krónunnar. Fjárfestingar nýtast verr eftir því sem sveiflurnar verða meiri.
  • Gengisbreytingar krónunnar eru birtingarmynd óstöðugleikans frekar en orsök. Óbreytt hagstjórn með nýjan gjaldmiðil myndi skapa annars konar vandamál.

Ef draga á úr efnahagslegum óstöðugleika þarf að ráðast að grunnrótum vandans: hagstjórninni. Í því felst að ráðist verði í aðgerðir á öllum þremur sviðum hennar – fjármálum hins opinbera, peningastefnu og vinnumarkaði. Skilningur á viðfangsefnunum hefur aukist á undanförnum misserum. Því er tilefni til bjartsýni um að vel takist til við umbætur.

Tengt efni

Veðjað á rangan hest: Umgjörð veðmálastarfsemi á Íslandi

Þótt veðmálastarfsemi sé sniðinn þröngur stakkur hérlendis veðja fáar þjóðir …
12. september 2024

Réttum kúrsinn: Umbætur í opinberu eftirliti

Opinbert eftirlit stendur samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi …
27. ágúst 2024

Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mars 2024