Viðskiptaráð Íslands

Frá orðum til athafna: innleiðing hagræðingartillagna

Samfara fundi um horfur í rekstri hins opinbera hefur Viðskiptaráð gefið út skoðun um hagræðingu í ríkisrekstri og framvindu tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar.

Hér má nálgast skoðunina

Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:

  • Fjárlagagatinu hefur verið lokað, en meirihluta rekstrarbatans má rekja til aukningar skatttekna, í stað lækkunar útgjalda líkt og áformað var í upphafi.
  • Mesta kostnaðaraðhaldið hefur verið í formi niðurskurðar og lægri fjárfestinga, sem kallar á aukinn kostnað síðar meir.
  • Núverandi stjórnvöld beittu nýrri og bættri nálgun með skipan hóps um hagræðingu í opinberum rekstri.
  • Tillögur hópsins hafa þegar skilað árangri, en innleiðing sumra tillagna hefur gengið hægar en vonir stóðu til.
  • Til að innleiðing skili tilætluðum árangri þarf að beita nýrri nálgun í vinnubrögðum með markmiðasetningu, forgangsröðun, gagnsæi og eftirfylgni.

Tengt efni

Á hlykkjóttum vegi: samrunaeftirlit á Íslandi

Samrunaeftirlit er jafnvægislist milli virkrar samkeppni og fram­þróunar. Á …
14. október 2025

Auðlind í augsýn: olíuleit á Drekasvæðinu

Á Drekasvæðinu hefur fundist virkt kolvetniskerfi sem gæti innihaldið olíu í …
18. september 2025

Svartir sauðir, glatað fé: uppsagnarvernd opinberra starfsmanna

Rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kemur í veg fyrir að stjórnendur geti …
22. maí 2025