Rekstrarumhverfi innlendra fyrirtækja torveldir þeim að ná fram stærðarhagkvæmni í sama mæli og annars staðar í Evrópu. Það hefur neikvæð áhrif á lífskjör þar sem framleiðni fyrirtækja eykst samhliða vexti þeirra. Stjórnvöld ættu að styrkja forsendur fyrir vexti minni fyrirtækja sem skila myndi ávinningi til samfélagsins í formi aukinnar verðmætasköpunar.
Í skoðuninni kemur m.a. eftirfarandi fram:
Einföldun regluverks, aukin stærðarhagkvæmni, sjálfbærar launahækkanir og minni fleygur á milli vinnuveitanda og launþega myndi bæta rekstrarumhverfi minni fyrirtækja hérlendis. Þannig má stuðla að heilbrigðu atvinnulífi þar sem hvort tveggja er tryggt – aukin stærðarhagkvæmni og virk samkeppni. Í slíku umhverfi munu lífskjör batna hratt á komandi árum.