Viðskiptaráð Íslands

Efnahagslegur stöðugleiki á Íslandi - Financial Stability in Iceland

Íslenskt efnahagslíf og stöðugleiki hafa verið mikið í umræðunni á alþjóðlegum vettvangi að undanförnu. Viðskiptaráð Íslands ákvað að biðja einn af virtustu hagfræðingum heims að kanna ástand og horfur í íslenskum efnahagsmálum til þess að dýpka umræðuna og ljá henni fræðilega vigt.

Skýrslan ber nafnið „Financial Stability in Iceland“og er eftir dr. Frederic S. Mishkin prófessor við Columbia háskóla í New York og dr. Tryggva Þór Herbertsson prófessor og forstöðumann Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Skýrslan er að okkar mati bæði yfirgripsmikil og athygliverð. Hægt er að nálgast pdf. útgáfu af skýrslunni hér. Hægt er að fá send prentuð eintök af skýrslunni endurgjaldslaust frá Viðskiptaráði með því að hringja í síma: 510-7100 eða með því að senda tölvupóst á netfangið info@chamber.is.

Skýrsla: Financial Stability in Iceland
Kynning dr. Frederic S. Mishkin

Um höfundana:
Dr. Frederic S. Mishkin
Dr. Tryggvi Þór Herbertsson

Tengt efni

The Icelandic Economy 2025

Hagkerfið dróst saman á síðasta ári eftir kröftugan hagvöxt árin á undan, en …
7. ágúst 2025

The Icelandic Economy – H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan …
30. apríl 2024

Skýrsla Viðskiptaþings 2024

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til …
8. febrúar 2024