Nú hefur skýrsla Viðskiptaráðs um stöðu efnahagsmála á Íslandi, The Iceland Economic Situation: Status report, verið uppfærð. Skýrslan sem kom fyrst út í október 2008 er hugsuð til upplýsingamiðlunar og jafnframt til að kynna stöðu mála hér á landi fyrir erlendum samstarfs- og hagsmunaaðilum.
Í skýrslunni, sem er á ensku, má finna samantekt um þróun efnahags- og stjórnmála hérlendis frá hruni bankanna. Nú hefur hún verið uppfærð með áherslu á þróun endurreisnar bankakerfisins, þróun í ríkisfjármálum og nýlega atburði sem hafa átt sér stað varðandi Icesave-málið. Skýrslan inniheldur m.a. tímaás þar sem farið er yfir helstu atburði sem snerta efnahagsmál landsins í tímaröð frá september 2008 til dagsins í dag.
Ásamt skýrslunni má nálgast glærur á pdf formi sem félagar geta nýtt til að kynna efni skýrslunnar í stuttu máli. Félagar Viðskiptaráðs Íslands geta nálgast skýrsluna The Iceland Economic Situation: Status report og meðfylgjandi glærur með því að hafa samband við skrifstofur ráðsins í síma 510-7100 eða sent tölvupóst á birna@vi.is.