Viðskiptaráð Íslands

Uppfærsla á skýrslu um stöðu efnahagsmála

Frá haustinu 2008 hefur Viðskiptaráð staðið fyrir útgáfu skýrslu á ensku um þróun efnahagsmála hérlendis, The Icelandic Economic situation – Status report. Skýrslan hefur alls verið uppfærð 15 sinnum og að jafnaði verið send á yfir 2.000 erlenda tengiliði í fyrirtækjum, alþjóðastofnunum, systursamtökum Viðskiptaráðs og stjórnkerfum annarra ríkja víðs vegar um heim.

Skýrslan kom síðast út í apríl 2012 og hafði þá að geyma viðamikið safn af upplýsingum, tilvísunum og hlekkjum í vefsíður og gögn fjölmargra aðila tengd orsökum efnahagskreppunnar, úrlausn hennar og stöðu efnahagsmála almennt. Má þar m.a. nefna upplýsingar um þróun gjaldeyrishafta, áætlun AGS, Icesave málið, endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja og stöðu ríkisfjármála. Samhliða útgáfu skýrslunnar eru gefnar út glærur þar sem stiklað er á stóru auk þess sem öll hrágögn að baki skýrslunni eru gerð aðgengileg.

Nú stendur yfir uppfærsla á skýrslunni sem gefin verður út snemma í júní. Félagsmenn Viðskiptaráðs eru hvattir til að hafa samband hafi þeir ábendingar um áhugavert efni sem vert væri að miðla áleiðis til erlendra aðila. Allar frekari upplýsingar veitir Viðar Ingason, hagfræðingur Viðskiptaráðs. Til að fá allar uppfærslur af skýrslunni er hægt að skrá sig hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024