Viðskiptaráð Íslands

Finnur kynnti 90 tillögurnar

Í ræðu sinni á 90 ára afmæli Viðskiptaráðsins í dag kynnti Finnur Oddson 90 tillögur að bættri samkeppnishæfni Íslands.

Finnur sagði meðal annars “90 tillögum Viðskiptaráðs má lýsa sem stefnuskrá ráðsins. Sumar eru sjálfsagðar en aðrar umdeildar, en höfuðmarkmið þeirra er að ýta við umræðu sem hefur það að markmiði að styrkja samkeppnishæfi Íslands. Tillögunum er beint til stjórnvalda með það fyrir augum að gera umhverfi atvinnulífs á Íslandi einfaldara, skilvirkara og réttlátara.  Þannig má efla íslenskt samfélag, öllum til heilla.”

Flokkarnir sem um ræðir eru eftirfarandi:

   - Stefna og langtímamarkmið
   - Stjórnsýsla
   - Skattaumhverfi
   - Fjármál hins opinbera
   - Vinnumarkaður og lífeyrismál
   - Viðskiptaumhverfi og fjármálaþjónusta
   - Mennta- og heilbrigðismál
   - Atvinnumál
   - Lágmörkun ríkisrekstrar
   - Utanríkismál

Það er von okkar að tillögurnar verði stjórnvöldum, bæði þingmönnum í stjórn og stjórnarandstöðu, hvatning til dáða við uppbyggingu á samkeppnishæfni Íslands, sem ætti að vera keppikefli allra sem okkar ágæta land byggja.

90 tillögur að bættri samkeppnishæfni má nálgast hér

Ræðu Finns má finna hér

Glærur Finns má finna hér

Tengt efni

The Icelandic Economy 2025

Hagkerfið dróst saman á síðasta ári eftir kröftugan hagvöxt árin á undan, en …
7. ágúst 2025

The Icelandic Economy – H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan …
30. apríl 2024

Skýrsla Viðskiptaþings 2024

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til …
8. febrúar 2024