Viðskiptaráð Íslands

Hollráð um heilbrigða samkeppni, 2. útgáfa

Uppfærð útgáfa af Hollráðum um heilbrigða samkeppni hefur nú litið dagsins ljós.

Í kjölfar breytinga á breytinga á samkeppnislögum sem gerðar voru sumarið 2020 hefur verið gefin út uppfærð útgáfa af leiðbeiningunum Hollráð um heilbrigða samkeppni.

Lagabreytingarnar lutu einkum að viðmiðunarmörkum um tilkynningarskyldu samruna, tímafresti vegna rannsókna samrunamála og nýju fyrirkomulagi um mat fyrirtækja á því hvort samstarf milli þeirra samrýmist ákvæðum samkeppnislaga. Í þessari uppfærðu útgáfu hefur tillit verið tekið til þessara nreytinga á lögum og leiðbeiningarnar aðlagaðar að þeim. Útgefendur hollráðanna eru sem fyrr Viðskiptaráð Íslands (VÍ), Samtök atvinnulífsins (SA) og Lögmannafélag Íslands.

Hollráð um heilbrigða samkeppni voru fyrst gefin út vorið 2018 með það að markmiði að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim lögum og reglum sem gilda um samkeppni fyrirtækja. Markmið samkeppnislaga er að tryggja virka samkeppni í viðskiptum og efla þannig nýsköpun, frumkvæði, framleiðslu og þjónustu á sem lægstu verði.

Fyrsta útgáfa var í höndum sérstaks starfshóps sem útgefendur leiðbeininganna skipaði.

Að uppfærðri útgáfu komu Heimir Örn Herbertsson hrl., Helga Melkorka Óttarsdóttir hrl., Agla Eir Vilhjálmsdóttir lögfræðingur VÍ og Heiðrún Björk Gísladóttir verkefnastjóri hjá SA.

Tengt efni

The Icelandic Economy – H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan …

Skýrsla Viðskiptaþings 2024

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til …
8. febrúar 2024

The Icelandic Economy – 4F 2023

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic …