Unglingadrykkja hrunið síðustu 30 ár

Undanfarin 30 ár hefur unglingadrykkja á Íslandi hrunið. Árið 1995 höfðu 80% nemenda í 10. bekk drukkið áfengi og 65% orðið mjög drukkin, en í dag eru hlutföllin 32% og 12%.

Félag lýðheilsufræðinga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem alþingismenn eru hvattir til að tryggja ríkiseinokun á áfengismarkaði til að takmarka aðgengi barna. Félagið fagnar jafnframt afskiptum fjármála- og efnahagsráðherra af yfirstandandi lögreglurannsókn. Af því tilefni vekur Viðskiptaráð athygli á eftirfarandi staðreynd: 

Undanfarin 30 ár hefur unglingadrykkja á Íslandi hrunið. Árið 1995 höfðu 80% nemenda í 10. bekk drukkið áfengi og 65% orðið mjög drukkin, en í dag eru hlutföllin 32% og 12%. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða lengri opnunartíma, fleiri verslunum, breiðara vöruúrvali, smábrugghúsum og vaxandi netverslun með áfengi. 

Fullyrðingar Félags lýðheilsufræðinga standast því ekki nánari skoðun. Farsælla væri að félagið beitti sér fyrir auknu frjálslyndi á áfengismarkaði samhliða öflugu forvarnastarfi. Reynslan sýnir að sú þróun hefur bætt áfengismenningu á Íslandi - ekki ríkiseinokun. 

Tengt efni

Fasteignamat og skattar - Hvað þurfa sveitarfélögin að gera?

Fasteignamat ársins 2023 hækkar um tæp 20% frá fyrra ári. Hvað þarf hvert ...
6. júl 2022

Jafna þarf stöðu innlendra áfengisframleiðenda

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum.
24. mar 2022

Hvar er vondi kallinn?

Eru fyrirtæki vond? Græðir einhver á því að fyrirtæki hagnist? Hvað gera ...
14. jún 2022