Senn líður að lokum 131. löggjafarþings. Verslunarráð hefur veitt umsagnir um hátt í fimmtíu lagafrumvörp það sem af er þessu þingi. Lagafrumvörp þessi eru misbrýn að efni til eins og gengur. Undanfarið hefur þó verið fjallað á Alþingi um nokkur umfangsmikil lagafrumvarp sem snerta viðskiptalífið, í heild eða einstaka þætti þess. Má nefna nýleg dæmi s.s. frumvarp til laga um Ríkisútvarpið, frumvarp til samkeppnislaga og frumvarp til breytinga á fjarskiptalögum. Hefur VÍ veitt umsögn um þessi frumvörp og mörg önnur.
Umsagnir VÍ um lagafrumvörp má finna á heimasíðu VÍ, nánar tiltekið hér.