Viðskiptaráð Íslands

Æskilegt að kanna möguleikann á lausasölulyfjum í almennum verslunum

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um tillögu til þingsályktunar um lyfjastefnu til ársins 2022. Með tillögu þessari ályktar Alþingi að setja stefnu í lyfjamálum á Íslandi fram til ársins 2022 og skal meginmarkmið hennar vera tryggt aðgengi að lyfjum, gæði, virkni og öryggi lyfja og skynsamleg og hagkvæm notkun lyfja. Eitt af þeim atriðum sem nefnd eru til þess að ná framangreindu markmiði er að kanna hvort æskilegt sé að heimila að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum.

Hefur ráðið áður fjallað um sölu lausasölulyfja í verslunum og tekur sérstaklega undir það að kanna megi hvort æskilegt sé að heimila að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum. Vonar ráðið að ráðist verði í slíka vinnu. Slík breyting myndi bæta aðgengi einstaklinga að lyfjum hérlendis og stuðla að aukinni samkeppni. Auk þess væri hún í samræmi við lagaumhverfið í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við.

Umsögnina má í heild sinni lesa hér


Tengt efni

FuelEU grafi undan samkeppnishæfni Íslands

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja …
13. janúar 2026

Lagaumgjörð um lagareldi styðji við áframhaldandi vöxt

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf …
16. desember 2025

Fyrstu kaupendum beint í dýrara húsnæði

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem …
15. desember 2025