Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022. Ráðið er hlynnt því að mótuð sé fjármálaáætlun til fimm ára í senn. Áætlunin eykur aga og yfirsýn í opinberum fjármálum og styrkir langtímahugsun í opinberum rekstri. Fyrri hluti umsagnarinnar fjallar um áformaðar breytingar á virðisaukaskatti. Seinni hlutinn fjallar um útgjaldaáætlun tillögunnar.