Viðskiptaráð Íslands

Viðspyrnustyrkir eitt þeirra tóla sem nýst hafa hvað best

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um framhald viðspyrnustyrkja.

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til laga um framhald viðspyrnustyrkja. Viðskiptaráð hefur talað fyrir því að fyrirtækjum sé mætt fjárhagslega vegna nauðsynlegra sóttvarnaraðgerða stjórnvalda, en að sú umræða verði að eiga sér stað í samhengi við nauðsyn aðgerða hverju sinni. Að mati ráðsins eru viðspyrnustyrkir eitt þeirra tóla sem nýst hafa hvað best til að bæta fyrirtækjum skaðann.

Ráðið er hlynnt framlengingu úrræðisins, en tekur þó undir það sem fram kemur í umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar um að lengja þurfi styrktartímabilið um mánuð til að koma til móts við ferðaþjónustuna þannig ferðaþjónustufyrirtæki komist almennilega á skrið. Þá væri einnig til bóta ef umsóknarferlið yrði einfaldað og einn og sami umsóknarfrestur látinn gilda um viðspyrnustyrki, óháð því vegna hvaða tímabils þeir eru, þannig fresturinn væri til 30. júní 2022 fyrir öll tímabil.

Að þessu sögðu telur Viðskiptaráð rétt að málið nái fram að ganga.

Tengt efni

FuelEU grafi undan samkeppnishæfni Íslands

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja …
13. janúar 2026

Lagaumgjörð um lagareldi styðji við áframhaldandi vöxt

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf …
16. desember 2025

Fyrstu kaupendum beint í dýrara húsnæði

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem …
15. desember 2025