22. janúar 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna draga að frumvarpi til laga um opinber innkaup.
Umsögnina má í heild sinni nálgast hér
Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:
- Margar af þeim breytingum sem lagðar eru til með frumvarpinu eru jákvæðar og til þess fallnar að stuðla að aukinni hagkvæmni í opinberum innkaupum.
- Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við afnám svokallaðs samkeppnismats við framkvæmd útboða í gegnum miðlægar innkaupastofnanir í öðrum ríkjum. Að mati ráðsins er brýnt að halda inni ákvæði um að samkeppnismat fari fram og að slíkt mat verði rýnt af Samkeppniseftirlitinu hverju sinni. Telur ráðið að samkeppnismat sé forsenda þess að innkaupastefna hins opinbera taki tillit til heildaráhrifa útboðs í gegnum miðlæga innkaupastofnun á markaði og afkomu hins opinbera.
- Nauðsynlegt er að endurskilgreina hlutverk og ábyrgð þeirra aðila sem koma að opinberum innkaupum. Í núgildandi lögum er ábyrgð þeirra of dreifð, skortur er á aga í innkaupum og reglufylgni er ábótavant. Ávinningur af aukinni eftirfylgni innkaupastefnu hins opinbera væri verulegur.
- Hvatti ráðið jafnframt til umbóta á sviði þjónustusamninga er varða kaup og leigu hins opinbera á fasteignum.