21. október 2019
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um þingsályktunartillögu um einföldun regluverks.
Viðskiptaráð hefur lengi talað fyrir einföldun regluverks og styður því heilshugar að stjórnvöld móti og framfylgi skýrri aðgerðaráætlun í þeim efnum líkt og tillagan kveður á um. Markvissar aðgerðir stjórnvalda hafa þó setið á hakanum og vill Viðskiptaráð koma eftirfarandi atriðum á framfæri:
- Regluverk á Íslandi er of íþyngjandi, en slíkt má sjá á sögulegri þróun, alþjóðlegum samanburði og íþyngjandi innleiðingu EES-reglna, sem allt leiðir til þess að regluverk á Íslandi er meiri byrði á fyrirtæki en í nágrannalöndum okkar.
- Mikilvægt er að stjórnvöld efni loforð sín um einföldun regluverks svo íslensk fyrirtæki þurfi síður að takast á við óþarflega íþyngjandi og kostnaðarsama reglubyrði sem á endanum skerðir hag og lífskjör almennings.
Lesa má umsögnina í heild sinni hér