Viðskiptaráð Íslands

Einföldun regluverks enn ábótavant

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um þingsályktunartillögu um einföldun regluverks.

Viðskiptaráð hefur lengi talað fyrir einföldun regluverks og styður því heilshugar að stjórnvöld móti og framfylgi skýrri aðgerðaráætlun í þeim efnum líkt og tillagan kveður á um. Markvissar aðgerðir stjórnvalda hafa þó setið á hakanum og vill Viðskiptaráð koma eftirfarandi atriðum á framfæri:

  • Regluverk á Íslandi er of íþyngjandi, en slíkt má sjá á sögulegri þróun, alþjóðlegum samanburði og íþyngjandi innleiðingu EES-reglna, sem allt leiðir til þess að regluverk á Íslandi er meiri byrði á fyrirtæki en í nágrannalöndum okkar.
  • Mikilvægt er að stjórnvöld efni loforð sín um einföldun regluverks svo íslensk fyrirtæki þurfi síður að takast á við óþarflega íþyngjandi og kostnaðarsama reglubyrði sem á endanum skerðir hag og lífskjör almennings.

Lesa má umsögnina í heild sinni hér

Tengt efni

FuelEU grafi undan samkeppnishæfni Íslands

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja …
13. janúar 2026

Lagaumgjörð um lagareldi styðji við áframhaldandi vöxt

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf …
16. desember 2025

Fyrstu kaupendum beint í dýrara húsnæði

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem …
15. desember 2025