Fjölgun stuðningskerfa ekki til bóta

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um almennar íbúðir. Með frumvarpinu eru gerðar tillögur um fjármögnun, rekstur og úthlutun á svokölluðum almennum íbúðum sem verða að hluta fjármagnaðar með stofnframlögum úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:

  • Með frumvarpinu er litið fram hjá nýlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skatt- og bótakerfinu hér á landi. Í stað þess að leitast við að fækka stuðningskerfunum hins opinbera á húsnæðismarkaði er lagt til að þeim sé fjölgað enn frekar með því að innleiða fjórða stuðningskerfið.
  • Gert er ráð fyrir 1,5 milljaðra kr. framlagi á ári til Íbúðalánasjóðs til stofnframlaga til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum næstu fjögur árin. Viðskiptaráð leggst gegn því að umsvif Íbúðalánasjóðs verði aukin og leggur þess í stað til að Íbúðalánasjóður hætti alfarið nýjum lánveitingum og starfsemi og unnið verði að niðurlagningu stofnunarinnar.
  • Líklegt er að auknir opinberir styrkir til nýbygginga og kaupa á húsnæði muni leiða til hækkunar á fasteignaverði og leigu sem skerðir hag þeirra sem eru kaupendur að íbúðum eða leigja á almennum markaði utan félagslega kerfisins.
  • Bent er á aðrar leiðir til að auðvelda efnaminni fjölskyldum að kaupa eða leigja eigið húsnæði. Nefnir Viðskiptaráð sem dæmi endurbætur á skattkerfinu og einföldun regluverks.

Tengt efni

Aukið framboð af íþyngjandi kvöðum 

„Auðvitað eiga leikreglur á markaði að vera skýrar og stuðla að jafnræði milli ...
22. maí 2024

Ekkert sérstakur vaxtastuðningur 

„Þótt margir gleðjist eflaust yfir því að fá millifært úr ríkissjóði er hér um ...
13. jún 2024

Árangurslitlar aðgerðir á húsnæðismarkaði

„Stuðningsúrræði stjórnvalda hafa verið of almenn í gegnum tíðina og kostað háar ...
4. des 2023