Viðskiptaráð Íslands

Hagnýting internetsins og réttarvernd netnotenda

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis vegna tillögu til þingsályktunar um vistkerfi fyrir hagnýtingu internetsins og réttarvernd netnotenda og leggur til að tillagan nái fram að ganga.

Í tillögu atvinnuvegnanefndar er lagt til að Alþingi feli ríkisstjórninni að skipa starfshóp til að móta stefnu um að skapa Íslandi vistkerfi eins og best verður á kosið fyrir hagnýtingu internetsins og annarrar upplýsingatækni ásamt því að verja réttindi netnotenda og gera nauðsynlegar lagabreytingar til að innleiða stefnuna. Viðskiptaráð telur mikilvægt fyrir lítil og afskekkt lönd á borð við Ísland að viðhalda góðum tengingum við alþjóðlega markaði. Slíkar tengingar eru grundvöllur vaxtar og framgangs alþjóðlegrar starfsemi hérlendis. Ráðið leggur áherslu á að hagsmunir notenda séu hafðir í fyrirrúmi við endurbætur á löggjöfinni, án þess þó að réttindi rétthafa séu virt að vettugi eða opnað sé fyrir flæði ólöglegs efnis.

Umsögnina í heild sinni má nálgast hér

Tengt efni

FuelEU grafi undan samkeppnishæfni Íslands

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja …
13. janúar 2026

Lagaumgjörð um lagareldi styðji við áframhaldandi vöxt

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf …
16. desember 2025

Fyrstu kaupendum beint í dýrara húsnæði

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem …
15. desember 2025