Mikilvægir mælikvarðar um hagsæld og lífsgæði

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um mælikvarða um hagsæld og lífsgæði. Um alllangt skeið hefur ráðið talað fyrir því að stefna stjórnvalda þurfi í sem mestu mæli að fylgja mælanlegum markmiðum og því ber að fagna framtakinu. Skýrslan er gott fyrsta skref, með góðum tillögum og geta stjórnvöld að mörgu leyti byggt á þessari vinnu. Engu að síður eru nokkur atriði sem Viðskiptaráð vill benda á og telur mikilvægt að höfð séu í huga við næstu skref:

  • Söknum mælikvarða á samkeppnishæfni
  • Mikill ókostur að upplýsingar úr lífskjararannsókn séu þriggja ára gamlar
  • Tekjumælikvarðar án tekna
  • Reyna að halda mælikvörðum í lágmarki – óþarfi að hafa tvo mælikvarða á skuldir heimila
  • Vantar mælikvarða á ytra jafnvægi þjóðarbúsins
  • Verðbólga sem frávik frá verðbólgumarkmiði
  • Takmörk fyrir því hversu mikið traust er gott
  • Menntunarmælikvarðar í takt við þarfir atvinnulífs og samfélags
  • Æskilegt að taka inn unnar stundir á mælikvarða þjóðhagsreikninga
  • Gagnaframsetning þarf að vera eins og best er á kosið
  • „Þróunarmælikvarðar Íslands“?

Lesa umsögn

Tengt efni

Verðmæti fólgin í menntun og hæfni

Að mati Viðskiptaráðs er það hagur innflytjenda og samfélagsins að hæfni og ...
21. jún 2024

Lesskilningur Landverndar

Engin óvissa ríkir um efnahagslegar afleiðingar orkuskiptasviðsmyndar ...
2. mar 2023

Fjárfest í samvinnu

Mikil tækifæri eru fólgin í aðkomu einkaaðila og lífeyrissjóða að kraftmeiri ...
28. jan 2021