25. október 2019
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um mælikvarða um hagsæld og lífsgæði. Um alllangt skeið hefur ráðið talað fyrir því að stefna stjórnvalda þurfi í sem mestu mæli að fylgja mælanlegum markmiðum og því ber að fagna framtakinu. Skýrslan er gott fyrsta skref, með góðum tillögum og geta stjórnvöld að mörgu leyti byggt á þessari vinnu. Engu að síður eru nokkur atriði sem Viðskiptaráð vill benda á og telur mikilvægt að höfð séu í huga við næstu skref:
- Söknum mælikvarða á samkeppnishæfni
- Mikill ókostur að upplýsingar úr lífskjararannsókn séu þriggja ára gamlar
- Tekjumælikvarðar án tekna
- Reyna að halda mælikvörðum í lágmarki – óþarfi að hafa tvo mælikvarða á skuldir heimila
- Vantar mælikvarða á ytra jafnvægi þjóðarbúsins
- Verðbólga sem frávik frá verðbólgumarkmiði
- Takmörk fyrir því hversu mikið traust er gott
- Menntunarmælikvarðar í takt við þarfir atvinnulífs og samfélags
- Æskilegt að taka inn unnar stundir á mælikvarða þjóðhagsreikninga
- Gagnaframsetning þarf að vera eins og best er á kosið
- „Þróunarmælikvarðar Íslands“?
Lesa umsögn