Viðskiptaráð Íslands

Óhóflega bjartsýn fjármálastefna

Viðskiptaráð gerir sérstakar athugasemdir við eftirfarandi í fjármálastefnu 2018-2022:

Óútskýrð bætt afkoma fyrirtækja réttlætir ekki meiri slaka í grunnrekstri

Í fyrsta lagi vekur Viðskiptaráð athygli á því að heildarafkoma A-hluta hins opinbera er töluvert lakari en í fjármálastefnu þeirri sem samþykkt var fyrir tæpu ári síðan og skrifast það nær alfarið á afkomu ríkissjóðs.

Fjármálastefnan byggir á bjartsýnni spá sem nú þegar eru vísbendingar um að rætist ekki

Í öðru lagi bendum við á, líkt og fyrir ári síðan, að efnahagsspáin sem fjármálastefnan byggir á er afar bjartsýn og gerir ráð fyrir fordæmalausu hagvaxtarskeiði.

Hið opinbera tekur til sín enn meira af kökunni

Að lokum lýsir Viðskiptaráð yfir vonbrigðum með að hið opinbera taki enn stærra hlutfall til sín af verðmætasköpun landsmanna.

Þú getur lesið alla umsögnina hér

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024