Viðskiptaráð Íslands

Óhóflega bjartsýn fjármálastefna

Viðskiptaráð gerir sérstakar athugasemdir við eftirfarandi í fjármálastefnu 2018-2022:

Óútskýrð bætt afkoma fyrirtækja réttlætir ekki meiri slaka í grunnrekstri

Í fyrsta lagi vekur Viðskiptaráð athygli á því að heildarafkoma A-hluta hins opinbera er töluvert lakari en í fjármálastefnu þeirri sem samþykkt var fyrir tæpu ári síðan og skrifast það nær alfarið á afkomu ríkissjóðs.

Fjármálastefnan byggir á bjartsýnni spá sem nú þegar eru vísbendingar um að rætist ekki

Í öðru lagi bendum við á, líkt og fyrir ári síðan, að efnahagsspáin sem fjármálastefnan byggir á er afar bjartsýn og gerir ráð fyrir fordæmalausu hagvaxtarskeiði.

Hið opinbera tekur til sín enn meira af kökunni

Að lokum lýsir Viðskiptaráð yfir vonbrigðum með að hið opinbera taki enn stærra hlutfall til sín af verðmætasköpun landsmanna.

Þú getur lesið alla umsögnina hér

Tengt efni

FuelEU grafi undan samkeppnishæfni Íslands

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja …
13. janúar 2026

Lagaumgjörð um lagareldi styðji við áframhaldandi vöxt

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf …
16. desember 2025

Fyrstu kaupendum beint í dýrara húsnæði

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem …
15. desember 2025