15. maí 2019

Lesa umsögn á Medium eða á PDF-formi.
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjármálaáætlun fyrir árin 2020–2024. Fjármálaáætlunin er umsvifamikið rit og gefur ágæta mynd af áherslum og áætlunum stjórnvalda í ríkisfjármálum og helstu málefnum. Margt í áætluninni er gott, eins og að með henni horfa stjórnvöld til lengri tíma, vaxtabyrði fer minnkandi og víða má sjá viðleitni til að sýna aga og festu í ríkisfjármálum. Betur má en duga skal og þá vill Viðskiptaráð koma á framfæri atriðum sem það telur að leggja ætti áherslu á í ríkisfjármálum og þar með stefnu stjórnvalda almennt.
Helstu atriði umsagnarinnar:
- Samkeppnishæfni í fyrsta sætið
- Nýsköpun er lífskjör framtíðarinnar
- Bankakerfið: Lægri bankaskattur og sala ríkisbanka
- Lækkun tryggingagjald styður við samkeppnishæfan vinnumarkað
- Hemjum umsvif hins opinbera
- Ríkisútgjöld eru eins og hádegisverðurinn — ekki ókeypis
- Forgangsraða ríkisfjármálum í grunnrekstur og innviði
- Fjármunum betur varið en í þjóðarsjóð
- Forsendur fjármálaáætlunar voru og eru of bjartsýnar
- Ríkið getur mildað niðursveiflu en verður að bregðast við breyttum forsendum til lengri tíma
- Ný spá Hagstofunnar er bjartsýn til skemmri tíma,
- Tilefni til endurskoðunar á lögum og framkvæmd opinberra fjármála
- Fjármálaáætlun og hagspá verða að innihalda hvor aðra
- Miða ætti við hagsveifluleiðrétta afkomu í stað heildarafkomu
- Halda á áfram að vinna eftir árangursmælikvörðum
- Bæta þarf framsetningu fjármálaáætlunar til að auðvelda samanburð yfir tíma
- Afkoma fyrirtækja hins opinbera afar ógagnsæ og vekur upp spurningar
Lesa umsögn á Medium eða á PDF-formi.