Viðskiptaráð Íslands

Að mörgu að huga við fjármálaáætlun

Lesa umsögn á Medium eða á PDF-formi.

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjármálaáætlun fyrir árin 2020–2024. Fjármálaáætlunin er umsvifamikið rit og gefur ágæta mynd af áherslum og áætlunum stjórnvalda í ríkisfjármálum og helstu málefnum. Margt í áætluninni er gott, eins og að með henni horfa stjórnvöld til lengri tíma, vaxtabyrði fer minnkandi og víða má sjá viðleitni til að sýna aga og festu í ríkisfjármálum. Betur má en duga skal og þá vill Viðskiptaráð koma á framfæri atriðum sem það telur að leggja ætti áherslu á í ríkisfjármálum og þar með stefnu stjórnvalda almennt.

Helstu atriði umsagnarinnar:

  1. Samkeppnishæfni í fyrsta sætið
    1. Nýsköpun er lífskjör framtíðarinnar
    2. Bankakerfið: Lægri bankaskattur og sala ríkisbanka
    3. Lækkun tryggingagjald styður við samkeppnishæfan vinnumarkað
  2. Hemjum umsvif hins opinbera
    1. Ríkisútgjöld eru eins og hádegisverðurinn — ekki ókeypis
    2. Forgangsraða ríkisfjármálum í grunnrekstur og innviði
    3. Fjármunum betur varið en í þjóðarsjóð
  3. Forsendur fjármálaáætlunar voru og eru of bjartsýnar
    1. Ríkið getur mildað niðursveiflu en verður að bregðast við breyttum forsendum til lengri tíma
    2. Ný spá Hagstofunnar er bjartsýn til skemmri tíma,
  4. Tilefni til endurskoðunar á lögum og framkvæmd opinberra fjármála
    1. Fjármálaáætlun og hagspá verða að innihalda hvor aðra
    2. Miða ætti við hagsveifluleiðrétta afkomu í stað heildarafkomu
    3. Halda á áfram að vinna eftir árangursmælikvörðum
    4. Bæta þarf framsetningu fjármálaáætlunar til að auðvelda samanburð yfir tíma
    5. Afkoma fyrirtækja hins opinbera afar ógagnsæ og vekur upp spurningar

Lesa umsögn á Medium eða á PDF-formi.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024