Starfshópur um leiðbeiningar í samkeppnisrétti hefur unnið ötullega að því að gera leiðbeiningar til fyrirtækja um samkeppnisrétt. Líta nú leiðbeiningarnar dagsins ljós undir heitinu Hollráð um heilbrigða samkeppni - Leiðbeiningar til fyrirtækja og blásið verður til morgunverðarfundar af því tilefni.
Á fundinum fá gestir m.a. eintak af leiðbeiningunum og gagnlega yfirferð á samkeppnisrétti í formi fjögurra stuttra hugvekja frá vel völdum fagaðilum í samkeppnisrétti.
Dagskrá:
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra opnar fundinn
Heimir Örn Herbertsson,formaður starfshóps um leiðbeiningar í samkeppnisrétti, fjallar um leiðbeiningarnar og leiðarljós vinnuhópsins í þeirri vinnu
Hugvekjur um samkeppnismál
- Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
- Helga Melkorka Óttarsdóttir, meðeigandi og framkvæmdastjóri Logos
- Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar
- Bergþóra Halldórsdóttir, lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins
Netagerð
Marta G. Blöndal, fráfarandi lögfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs stýrir fundi
*Morgunverður og prenteintak af leiðbeiningunum innifalið í verði
Skráning fer fram hér: