Viðskiptaráð Íslands

Tækifæri til aukinnar innviðafjárfestingar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023 (Mál 172). Telur ráðið jákvætt að sjá þá framsýni sem tillagan endurspeglar og að hún sé í samhengi við fjármálaáætlun. Það eykur líkur á að áætluninni verði fylgt eftir með góðum árangri.

Það þýðir þó ekki að Viðskiptaráð telji að forgangsröðunin og annað sem þar kemur fram skipti ekki máli. Í umsögninni kemur fram að stjórnvöld eigi að kappkosta við að framkvæmdir í samgöngumálum, og í hvívetna, skuli hagkvæmni og góð nýting skattfés vera höfð af leiðarljósi. Það þýðir m.a. að verkefnum sé forgangsraðað þannig að þau hafi sem jákvæðust áhrif á líf sem flestra einstaklinga og fyrirtækja með sem minnstum tilkostnaði.

Margt bendir til þess að þörf sé á meiri framkvæmdum í samgöngumálum en áætlunin gerir ráð fyrir, á sama tíma og ríkisfjármál leyfa það ekki endilega. Því vill Viðskiptaráð leggja til að aðkoma einkaaðila fái meira vægi í samgönguáætlun og þannig verði hægt að byggja upp innviði landsins hraðar og hagkvæmar. Þar dregur ráðið fram samvinnuleið (PPP eða Public Private Partnership) þar sem tækifæri til slíks er afar hentugt núna.

Lesa umsögnina í heild sinni.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024