Viðskiptaráð Íslands

Virðisaukaskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar vegna tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á virðisaukaskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar.

Í tillögunni er lagt til að íþrótta- og ungmennafélög verði undanþegin virðisaukaskatti af starfsemi sinni og þau fái endurgreiddan virðisaukaskatt af byggingu íþróttamannvirkja á íþróttasvæðum sínum, vinnulaunum og efniskaupum.

Í umsögn Viðskiptaráðs um tillöguna kemur fram að ráðið telji nauðsynlegt að einfalda skattkerfið og auka skilvirkni þess með því að breikka skattstofn virðisaukaskatts með afnámi undanþága og sameiningu skattþrepa. Viðskiptaráð fagnar því að fjármála- og efnahagsráðherra hafi nú skipað stýrihóp sem vinnur að endurskoðun á vörugjöldum og virðisaukaskatti. Að mati ráðsins ætti að líta heildstætt á virðisaukaskattkerfið við þessa endurskoðun. Því ætti ekki að undanskilja íþrótta- og ungmennafélög, eða aðra hópa, þegar stefnt er að einföldun kerfisins. Leggur ráðið því til að tillagan nái ekki fram að ganga.

Umsögn Viðskiptaráðs í heild má nálgast hér

Tengt efni

FuelEU grafi undan samkeppnishæfni Íslands

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja …
13. janúar 2026

Lagaumgjörð um lagareldi styðji við áframhaldandi vöxt

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf …
16. desember 2025

Fyrstu kaupendum beint í dýrara húsnæði

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem …
15. desember 2025