Við hlökkum til að sjá þig!
Setja afmælishátíð 21. september í dagatalið mitt
---
Þann 17. september nk. hefur Viðskiptaráð starfað í heila öld.
Hátíðarrit um sögu Viðskiptaráðs ásamt gestaskrifum um framtíðarhorfur viðskipta á Íslandi lítur dagsins ljós í september. Heimildarmynd um Viðskiptaráð verður jafnframt sýnd á RÚV um svipað leyti.
Í tilefni afmælisins stendur ráðið einnig fyrir verkkeppni (e. case competition) í fyrsta sinn. Verkkeppnin mun samanstanda af 4-5 manna liðum sem hafa eina helgi (15. - 17. september) til þess að móta og kynna svarhugmynd við spurningunni „Hvernig verður Ísland tæknivæddasta þjóð í heimi árið 2030?”.
Er verkkeppnin haldin í samstarfi við HR og HÍ en umsóknir eru opnar öllum skólum, deildum og námsfögum. Sigurvegarar verkkeppninnar verða svo tilkynntir á opnum viðburði Viðskiptaráðs í Háskólabíói þann 21. september nk., þar sem Dominic Barton, meðeigandi hjá McKinsey & Company á heimsvísu, flytur fyrirlestur.
Að öllu þessu loknu þarf að taka fram ballskóna og hylla síðustu 100 ár ráðsins í góðum félagsskap. Afmælishátíðin sjálf fer fram þann 21. september í Silfurbergi Hörpu og er miðasala hafin á viðburðinn. Smellið endilega á hnappinn hér að neðan til þess að tryggja ykkur miða.
Kaupa miða á afmælishátíð í Hörpu
Hvenær: 21. september 2017 kl. 18.00
Hvar: Silfurberg Hörpu