Viðskiptaráð Íslands

Stofnfundur Samtaka sjálfstæðra skóla

Staðsetning: Sunnusal Radisson SAS Hótel Sögu

Mikil þörf er á aukinni samvinnu sjálfstæðra skóla; leik- og grunnskóla sem reknir eru af einstaklingum, félögum og fyrirtækjum hér á landi. Til að tryggja samvinnuvettvang hefur verið ákveðið að stofna Samtök sjálfstæðra skóla, þar sem fulltrúar allra sjálfstæðra leik- og grunnskóla geta deilt reynslu sinni og unnið sameiginlega að þeim hagsmunamálum sem snerta alla skólana óháð stefnu þeirra og starfsháttum að öðru leyti. Sameiginleg mál sjálfstæðra leik- og grunnskóla eru mörg og veigamikil og mikilvægt að rödd þessara skóla heyrist þar sem fjallað er um hagsmunamál þeirra. Verslunarráð Íslands er bakhjarl samtakanna.

Á stofnfundinum verður sagt frá markmiðum samtakanna, lagðar fram tillögur að samþykktum og kjörið í stjórn hinna nýju samtaka.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mun flytja ávarp.

Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um góða skóla.

Stofnfundur hinna nýju samtaka fer fram
fimmtudaginn 10. mars kl. 10
í Sunnusal, Radisson SAS Hótel Sögu.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2026

Viðskiptaþing 2026 fer fram 12. febrúar í Borgarleikhúsinu og er einn stærsti …
12. febrúar 2026

Aðalfundur 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
10. febrúar 2026

Skattadagurinn 2026

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður …
15. janúar 2026