Staðsetning: Grand Hótel kl. 14:00-16:45
15% landið Ísland er yfirskrift ráðstefnu sem Viðskiptaráð Íslands efnir til hinn 20. október næstkomandi í samráði við Deloitte og KPMG. Gestir ráðstefnunnar verða m.a. Dr. Madsen Pirie forseti Adam Smith Institute og Siim Raie framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Eistlands.