Staðsetning: Hilton Nordica - Salur H-I kl. 8:15
Fimmtudaginn 22. október næstkomandi stendur Viðskiptaráð Íslands fyrir morgunverðarfundi á Hilton Reykjavík Nordica um hlutverk lífeyrissjóðanna í því starfi sem framundan er við endurreisn hagkerfisins. Fundurinn er haldinn í tilefni af nýútgefinni skoðun Viðskiptaráðs, þar sem ráðið lagði fram hugmyndir að fjölbreyttari og umfangsmeiri aðkomu sjóðanna en rætt hefur verið um á undanförnum misserum.
Dagskrá fundarins:
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra
Opnunarávarp
Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar
Lífeyrissjóðir: Bjargvættir eða blórabögglar?
Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða
Hlutverk lífeyrissjóða í ólgusjó kreppunnar
Frosti Ólafsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Hugmyndir Viðskiptaráðs
Pallborðsumræður
Framsögumenn svara spurningum fundargesta
Fundarstjóri verður Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Fundargjald er 2.900 kr. með morgunverði.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á birna@vi.is.