Viðskiptaráð Íslands

Kynningarfundur: úrvinnsla skuldamála fyrirtækja

Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík - Gullteigur

Samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefur nú verið undirritað, en með því er ætlunin að flýta fjárhagslegri endurskipulagning um 6.000 fyrirtækja í bankakerfinu. Að því standa efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands.

Samkomulagið verður kynnt stjórnendum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á fundinum á föstudaginn. Skráning fer fram hér.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Arion banka, munu flytja framsögur, taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum ásamt Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans og Unu Steinsdóttur, framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. Fundarstjóri er Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo.

Tengt efni: 

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024