Kynningarfundur: úrvinnsla skuldamála fyrirtækja

Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík - Gullteigur

Samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefur nú verið undirritað, en með því er ætlunin að flýta fjárhagslegri endurskipulagning um 6.000 fyrirtækja í bankakerfinu. Að því standa efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands.

Samkomulagið verður kynnt stjórnendum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á fundinum á föstudaginn. Skráning fer fram hér.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Arion banka, munu flytja framsögur, taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum ásamt Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans og Unu Steinsdóttur, framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. Fundarstjóri er Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo.

Tengt efni: 

Tengt efni

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ...
5. jún 2024

Betra er brjóstvit en bókvit

Eru bækur dýrar?
28. okt 2022

Streymi frá morgunfundi um samkeppnishæfni

Kynning á nýjum niðurstöðum árlegrar greiningar IMD á samkeppnishæfni í opnu streymi
15. jún 2022