Viðskiptaráð Íslands

Hvernig byggjum við upp traust? Námskeiðið „Implementing Integrity“

Staðsetning: Skálholtsskóli

Umræðan í dag gengur mikið út á það hvernig tryggja megi ábyrga viðskiptahætti með öflugu regluverki og eftirliti, en reynslan sýnir þó að slíkir ytri hvatar duga oft ekki til. Helgina 18. til 23. nóvember standa Eþikos, Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og Skálholtsskóli í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins fyrir námskeiðinu „Implementing Integrity“.

Í námskeiðinu er gengið út frá að það sé á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að tryggja góða viðskiptahætti. Kenndar verða hagnýtar aðferðir til þess að byggja upp fyrirtækjamenningu sem veitir slæmum vinnubrögðum viðnám og er til þess fallin að efla orðstír og traust.

Kennararnir eru í senn eftirsóttir fyrirlesarar og ráðgjafar, en meðal þeirra eru Nigel Iyer og Garry Honey. Þeir hafa aðstoðað fjölda stórfyrirtækja eins og Nokia, Rolls Royce, Procter & Gamble, L'Oreal, TNT, Volvo og Det Norske Veritas auk stofnana eins og Global Compact hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir reka eigin ráðgjafafyrirtæki og kenna við virta viðskiptaskóla í Evrópu.

Í námskeiðinu eru notaðar áhugaverðar aðferðir til að ná árangri með þátttakendum, þar má nefna:

  • Námskeiðið fer fram í Skálholtsskóla sem veitir mikla nálægð við kennarana og skapar einstök tækifæri til umræðu og endurskoðunar
  • Leikritið Icephoenix (samvinnuverkefni Siðfræðistofnunar, Borgarleikhússins, SA, Íslandsstofu og Eþikosar) er sýnt hjá aðilum sem senda þátttakendur á námskeiðið til að auka meðvitund um málefni samfélagsábyrgðar og siðferðis

Eftir námskeiðið munu þátttakendur hafa:

  • Aukinn skilning á tengslum fyrirtækjamenningar og orðstírs
  • Tileinkað sér aðferðir til að taka á siðferðisvandamálum sem koma upp
  • Kunnáttu til að byggja upp trausta fyrirtækjamenningu og orðstír
  • Þekkingu á hvernig megi láta neytendur og aðra haghafa vita að þitt fyrirtæki sé traustsins vert

Nánari upplýsingar og skráning hjá Páli Ásgeiri Davíðssyni hjá Eþikos, með tölvupósti eða í síma 842-0222. Við hvetjum áhugasama til að skrá sig sem fyrst, þar sem eingöngu 20 pláss eru í boði á námskeiðinu.

Dagskrá námskeiðsins má nálgast hér

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024