Viðskiptaráð Íslands

Umræðufundur um góða stjórnarhætti

Staðsetning: Nauthóll, veitingastaður, í Fossvogi

Áhugi á góðum stjórnarháttum hefur farið vaxandi síðustu misseri. Þrátt fyrir að flestir séu sammála um að góðir stjórnarhættir og skýr ábyrgð leiði til betri langtímaárangurs er ekki sjálfgefið að fyrirtæki nái að tileinka sér breytt verklag.

Á þessum umræðufundi Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, Háskólans í Reykjavík og Viðskiptaráðs Íslands verður kafað dýpra og svara leitað við spurningunni hvers vegna það er ekki nóg að fylgja einungis reglum og viðmiðum um góða stjórnarhætti – heldur þarf meira til. Fundurinn hefst kl. 8:45 og stendur til 10:00

Skráning þátttöku fer fram á vef Opna Háskólans í HR

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024