Viðskiptaráð Íslands

Morgunverðarfundur: The good, the bad and the ugly

Áhugi á góðum stjórnarháttum hefur farið vaxandi síðustu misseri. Þrátt fyrir að flestir séu sammála um að góðir stjórnarhættir og skýr ábyrgð leiði til betri langtímaárangurs er ekki sjálfgefið að fyrirtæki nái að tileinka sér breytt verklag.

Fimmtudaginn 29. mars standa Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, Háskólinn í Reykjavík og Viðskiptaráð Íslands fyrir umræðufundi undir yfirskriftinn „The good, the bad and the ugly“ á veitingastaðnum Nauthól í Fossvogi frá kl. 8:45 til 10:00.

Aðalræðumaður fundarins er Dr. Daniel Levin, en hann hefur verið ráðgjafi ríkisstjórna og stofnana í mörgum löndum um efnahagsmál og stjórnmál. Þá hefur hann einnig góða þekkingu á íslensku samfélagi eftir margvísleg störf fyrir fyrirtæki og stofnanir hér á landi, en hann situr m.a. í stjórn Íslandsbanka.

Á þessum fundi verður kafað dýpra og svara leitað við spurningunni hvers vegna það er ekki nóg að fylgja einungis reglum og viðmiðum um góða stjórnarhætti - heldur þarf meira til.

Skráning þátttöku fer fram á vef Opna Háskólans í HR.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026