Á vefnum samradsvettvangur.is má nálgast upplýsingar um starf Samráðsvettvangs um aukna hagsæld sem stofnaður var í framhaldi af útgáfu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company á skýrslunni Charting a Growth Path for Iceland“. Samráðsvettvangurinn er þverpólitískur og þverfaglegur. Honum er ætlað að stuðla að heildstæðri og málefnalegri umræðu um leiðir til að tryggja hagsæld Íslendinga til lengri tíma litið.
Á vettvanginum sitja formenn allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Ragna Árnadóttir er formaður vettvangsins og Katrín Olga Jóhannesdóttir varaformaður.
Ragna kynnti starf Samráðsvettvangsins á Viðskiptaþingi sem haldið var í febrúar síðastliðnum. Hún talaði um að þar færi fram mikilvæg hugmyndavinna um grunnmynd til framtíðar og hlutverk vettvangsins væri m.a. að skoða hvar sameiginlegar áherslur liggja. Það er mikilvægur þáttur í mótun skýrari hagvaxtarstefnu hér á landi. Nú hafa verið kynnt þrjú efnahagsleg markmið fyrir Ísland og níu tillögur sem er ætlað að styðja við aukinn efnahagslegan stöðugleika og trúverðugleika íslensks hagkerfis. Markmiðin og tillögurnar má lesa hér.