Viðskiptaráð Íslands

Grundvöllur fyrir einkarekinn grunnskóla?

Grunnskólar verða til umræðu á morgunfundi Verslunarráðs Íslands fimmtudaginn 1. júlí. Fjallað verður um raunhæfa möguleika einkaaðila á að koma að rekstri hefðbundins hverfisskóla á grunnskólastigi en athugun Verslunarráðs á rekstarkostnaði grunnskóla leiðir í ljós að mikið ósamræmi er á opinberum fjárframlögum með nemendum í einkaskólum annars vegar og skólum sveitarfélaga hins vegar. Í skoðun Verslunarráðs kom líka fram að heildargjöld eru að langstærstum hluta laun og launatengd gjöld, 90-93% en almennur rekstrarkostnaður 7-10%.

Verslunarráð fékk Auði Finnbogadóttur, MBA nema við HR, til að kanna fjárhagsgrundvöll fyrir nýjum, ímynduðu einkareknum hverfisskóla á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum verða niðurstöðurnar kynntar en jafnframt mun Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir ráðgjafi menntamálaráðherra flytja framsögu og segja meðal annars frá starfi nefndar ráðuneytisins um stöðu einkarekinna grunnskóla.

Fundurinn, sem er öllum opinn, verður haldinn í fundarsal Verslunarráðs, 7. hæð Húss verslunarinnar og hefst kl. 8:30. Fyrirfram skráning er æskileg í síma 510 7100 eða með tölvupósti í fundir@vi.is.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Skattadagurinn 2025

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram …
14. janúar 2025

Peningamálafundur 2024

Peningamálafundur Viðskiptaráðs verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica …
21. nóvember 2024