Amerísk-íslenska viðskiptaráðið og IACC standa fyrir heimsókn til Boston dagana 8.-11. maí nk. Í ferðinni verður lögð áhersla á heimsóknir í fyrirtæki og áhugaverða fundi. Sjónum verður beint að fjármögnun og nýsköpun og samspili þessara þátta. Þátttakendur fá innsýn í stöðu og horfur í bandarísku efnahagslífi og kynnast nýsköpunarstarfi tveggja af virtustu háskólum heims. Ráðgert er að fara í sérstaka vettvangsferð á Fenway Park til að kynnast því af eigin raun hvers vegna Boston Red Sox er í tólfta sæti yfir verðmætustu íþróttavörumerki heims.
Fyrirtæki sem heimsótt verða eru m.a. MIT Media Lab, The Harvard Innovation Lab, Teca Pharmaceuticals, Prince-Lobel, Boston Consulting Group, General Catalyst Partners og Raymond James.
Með í för verða m.a. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra Íslands, og Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.