Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaráð styrkir fjóra afreksnema á erlendri grundu

Styrkþegar í ár eru Brimar Ólafsson, Hildur Hjörvar, Kári Rögnvaldsson og Svala Sverrisdóttir. Hvert þeirra hlýtur styrk að upphæð 1.000.000 kr.

Kári Rögnvaldsson, Hildur Hjörvar, Brimar Ólafsson og Svala Sverrisdóttir hljóta námsstyrk úr menntasjóði Viðskiptaráðs á árinu 2025.

Árlega veitir Menntasjóður Viðskiptaráðs námsstyrki til íslenskra nemenda í framhaldsnámi í atvinnulífstengdum greinum á háskólastigi. Námsstyrkjum úr Menntasjóði Viðskiptaráðs er einkum ætlað að mæta kostnaði vegna skólagjalda og rannsóknarnáms og eru þeir veittir vegna framhaldsnáms í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess.

Auglýst var eftir umsóknum síðla árs 2024 og var umsóknarfresturinn til og með 20. janúar 2025. Styrkþegar ársins voru svo tilkynntir á Viðskiptaþingi 13. febrúar 2025, en hvert þeirra hlaut námsstyrk að upphæð 1.000.000 kr.

Styrkþegar úr Námsstyrkjasjóði Menntasjóðs Viðskiptaráðs árið 2025 eru:

  • Brimar Ólafsson, framhaldsnemi í viðskiptagreiningu við MIT
  • Hildur Hjörvar, framhaldsnemi við lagadeild Harvard
  • Kári Rögnvaldsson, framhaldsnemi í gagnavísindum við ETH-háskólann
  • Svala Sverrisdóttir, doktorsnemi í stærðfræði við University of California, Berkeley.

Valnefnd Námsstyrkjasjóðs valdi styrkþegana úr stórum hópi umsækjenda, en nefndina skipa þau dr. Ari Kristinn Jónsson, forstjóri AwareGO, dr. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fyrrum forstjóri Actavis á Íslandi og dr. Magnús Þór Torfason, prófessor og deildarforseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands.

Viðskiptaráð óskar styrkþegum innilega til hamingju með styrkina en hér fyrir neðan má sjá stuttar myndbandskveðjur frá styrkþegunum fjórum. Viðskiptaráð þakkar einnig þeim fjölmörgu sem sendu inn styrkumsókn þetta árið en valnefndin var einróma um að hópur umsækjenda væri afar sterkur.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024