Viðskiptaráð Íslands

Eftirlitsmenning á Íslandi

Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur kannaði nýlega eftirlitsmenningu á Íslandi. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á morgunverðarfundi þann 16. apríl milli klukkan 08:30 og 10:00 á Grand Hótel. Húsið opnar 08:00.

Í könnuninni var meðal annars spurt um hvort sá tími sem taki fyrirtæki að framfylgja reglum sé íþyngjandi eða ekki, hvernig samráði við fyrirtæki er háttað, byrðar af skriffinsku, um sanngirni reglna og fleira.

Könnunin verður samdægurs aðgengileg á vefnum, meðal annars á vef Viðskiptaráðs, vi.is.

Dagsetning: Þriðjudagurinn 16. apríl
Klukkan: 8:30 - 10:00
Hvar: Grand Hótel
Salur: Háteigur

Erindi:

Sigurður Örn Guðleifsson, formaður ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur, kynnir niðurstöðurnar
Ania Thiemann, verkefnisstjóri samkeppnismats OECD
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar
Heiðrún Björk Gísladóttir, verkefnastjóri á samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins.

Pallborðsumræður:

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi
Heiðrún Björk Gísladóttir
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Sigurður Örn Guðleifsson

Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, stýrir fundi og pallborði.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024