Þriðjudaginn 1. mars nk. kl. 8.00-10.00 fer fram opinn morgunverðarfundur um nýgerða búvörusamninga á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum verður sjónum beint að samningunum séð frá hagsmunum íslenskra neytenda. Að fundinum standa Samtök verslunar og þjónustu, ASÍ, Félag atvinnurekenda, Félag eldri borgara, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Viðskiptaráð Íslands og Öryrkjabandalag Íslands.
Dagskrá
Er hagsmuna neytenda gætt í nýjum búvörusamningum?
Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
Umræður og fyrirspurnir
Þátttakendur í pallborði eru:
Fundarstjóri er Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu.