Viðskiptaráð Íslands

Hvað er svona merkilegt við fjölbreytileika?

Viðskiptaráð Íslands, í samstarfi við Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og Félag sameinuðu þjóðanna á Íslandi bjóða á opna athöfn þann 21. maí þar sem árvekniátak um fjölbreytileika verður formlega ræst með forsætisráðherra Íslands. Í athöfninni verða árveknimyndbönd kynnt til leiks og lotukerfi fjölbreytileikans afhent forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur. Sérstakir tónlistarflytjendur eru Ásta Dóra Finnsdóttir, 12 ára píanósnillingur og Barnakór Ísaksskóla undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur.

Hvenær: Þriðjudaginn 21. maí - Alþjóðlegur dagur SÞ um menningarlegan fjölbreytileika
Klukkan: 14:00 - 14:40
Hvar: Safnahúsinu við Hverfisgötu 15

Nánar um verkefnið:

Á sama hátt og viðskiptalífið þarf að styðja ötullega við markmið er snúa að því að auka efnahagslegan stöðugleika og fjölga stoðum hagvaxtar hér á landi, er ljóst að í mörgum tilfellum þarf ekki að leita langt yfir skammt til að styrkja starfsemi íslenskra fyrirtækja. Stórt hagsmunamál fyrir viðskiptalífið á Íslandi er aukin fjölbreytni, hvort heldur sem er í stjórnum, framkvæmdastjórnum eða meðal starfsmanna. Af þeim sökum var fjölbreytnihópur Viðskiptaráðs stofnaður með það að markmiði að stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi hér á landi í mannauði og rekstrarformi. Í vinnu hópsins urðu til tvenns konar afurðir; myndbandaröð um fjölbreytileika í sinni víðustu mynd og lotukerfi fjölbreytileikans að bandarískri fyrirmynd - staðfært yfir á íslenskan raunveruleika árið 2019.

Nánari upplýsingar má fá hjá Védísi Hervöru Árnadóttur, samskipta- og miðlunarstjóra Viðskiptaráðs og verkefnastýru átaksins.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Skattadagurinn 2025

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram …
14. janúar 2025

Peningamálafundur 2024

Peningamálafundur Viðskiptaráðs verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica …
21. nóvember 2024