Viðskiptaráð Íslands, í samstarfi við Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og Félag sameinuðu þjóðanna á Íslandi bjóða á opna athöfn í dag 21. maí þar sem árvekniátak um fjölbreytileika verður formlega ræst með forsætisráðherra Íslands. Í athöfninni verða árveknimyndbönd kynnt til leiks og lotukerfi fjölbreytileikans afhent forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur. Sérstakir tónlistarflytjendur eru Ásta Dóra Finnsdóttir, 12 ára píanósnillingur og Barnakór Ísaksskóla undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur.
Hvenær: Í dag - 21. maí - Alþjóðlegur dagur SÞ um menningarlegan fjölbreytileika
Klukkan: 14:00 - 14:40
Hvar: Safnahúsinu við Hverfisgötu 15