Fundur aðeins opinn aðildarfélögum Viðskiptaráðs
Morgunspjalli með háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra miðvikudagsmorguninn 26. apríl kl. 8:45. Heitt á könnunni frá kl. 8:30. Fundurinn er aðeins opinn aðildarfélögum Viðskiptaráðs.
Þar sem sætafjöldi er takmarkaður er skráning á fundinn nauðynleg.
Skráningu lokið.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað mikilvægar breytingar á fjármögnunarkerfi háskólanna, aðgerðir til að fjölga nemendum í STEAM greinum og fleira þar sem þarfir atvinnulífsins eru hafðar að leiðarljósi. Í þessu morgunspjalli mun Áslaug reifa hugmyndir sínar og áherslur í þessum efnum og svara spurningum fundargesta.