Sænsk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir hádegisverðarfundi í húsakynnum Carnegie Investment Bank AB í Stokkhólmi þann 26. apríl kl. 13.00-14.30. Sérstakur gestur fundarins er Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í fótbolta og mun hann fara yfir vegferð sína með íslenska landsliðinu á EM 2016.