Fimmtudaginn 9. október næstkomandi munu Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins fjalla um stöðu og stefnu í menntamálum á síðdegisfundi á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum verður kynnt ný útgáfa sem mun fjalla um sameiginlega sýn samtakanna á sóknarfæri í menntamálum.
Meðal þátttakenda á fundinum eru Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, og Kristin Clemet, fyrrverandi menntamálaráðherra Noregs.
Staðsetning: Hvammur, Grand Hótel Reykjavík
Dagsetning: 9. október 2014
Tímasetning: 14.00-16.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.