Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaþing 2023

Athugið: Uppselt er á Viðskiptaþing 2023.

Til að skrá þig á biðlista, sendu póst á vi@vi.is.

Viðskiptaþing verður haldið fimmtudaginn 9. febrúar, á Hilton Reykjavik Nordica. Húsið verður opnað kl. 12:30 og dagskrá hefst kl. 13:00.

Er framtíðin orkulaus eða orkulausnir?

Ýmsar vísbendingar eru um að Íslendingar hafi sofnað á verðinum í orkumálum. Eftirspurn eftir raforku er mun meiri en framboðið og því verða fjölmörg góð verkefni ekki að veruleika. Kostnaður samfélagsins vegna tapaðra tækifæra hleypur á tugum milljarða króna á hverju ári og metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftslagsmálum eru í hættu.

Það er algjör óþarfi að verða orkulaus. Á Viðskiptaþingi 2023 leitum við lausna með aðstoð fulltrúa fyrirtækja og sérfræðinga. Leitast verður við að varpa ljósi á tækifæri til orkunýtingar og leiðir til að yfirstíga hindranir með það að markmiði að skapa nauðsynleg verðmæti fyrir samfélagið allt. Meðal umfjöllunarefna eru tengsl orkuframboðs og lífsgæða, orkuöryggi og byggðamál, nýsköpun og bætt nýting, sem og samkeppnisstaða á orkumarkaði.

Meðal þeirra sem koma fram eru:

Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftlagsmála, sem situr fyrir svörum þinggesta um stöðu og framtíð orkumála.

Dr. Paul Turner, forstjóri Hecate Wind, fjallar um möguleika Íslands á að nýta vindorku á hafi úti. Paul er verkfræðingur og doktor í hagfræði og hefur 25 ára reynslu úr orkugeiranum, með sérstaka áherslu á endurnýjanlega orku og markaðslausnir.

Ásgeir Margeirsson, verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri HS Orku, talar um einkarekstur og samkeppni á orkumarkaði. Íris Baldursdóttir, annar stofnenda og framkvæmdastjóri Snerpu Power, segir frá lausn sem jafnast á við nýja virkjun. Sæmundur Sæmundsson, formaður orku-, umhverfis- og sjálfbærnihóps Viðskiptaráðs kynnir skýrslu þingsins. Einnig tekur til máls Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri Finnur Beck, nýr framkvæmdastjóri Samorku og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, auk þess sem við heyrum fjölbreyttar raddir úr atvinnulífinu.

Að vanda munu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs, flytja ávörp.

Miðaverð:

  • Almennt miðaverð: 28.900 kr.
  • Aðildarfélagar Viðskiptaráðs (ef 1-2 gestir): 19.900 kr.
  • Aðildarfélagar Viðskiptaráðs (ef 3+ gestir): 17.900 kr.

Innifalið í miðaverði: Aðgöngumiði og kaffiveitingar í hléi auk kokteils og léttra veitinga að dagskrá lokinni.

Viðskiptaráð Íslands hefur staðið fyrir Viðskiptaþingi frá árinu 1975. Þingið er ein fjölsóttasta samkoma íslensks viðskiptalífs.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024