Viðskiptaráð efndi til kosningafundar sem fram fór í dag í Hörpu. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum en forystufólk stjórnmálaflokkanna ræddi þar um fjölbreytt málefni. Kynntur var til leiks kosningaáttaviti Viðskiptaráðs, sem staðsetur stjórnmálaflokka út frá afstöðu þeirra í efnahagsmálum.
Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs, flutti opnunarávarp. Í máli hans kom fram að markmið fundarins væri að varpa ljósi á stefnu framboðanna í efnahagsmálum. „Við þreytumst ekki á að minna á að verðmætin verða til með frjálsu framtaki fólks og fyrirtækja. Þessi verðmæti leiða síðan af sér nýjar skatttekjur, fjármagnstekjur og launatekjur. Hagfellt umhverfi af hálfu stjórnvalda leikur þar lykilhlutverk,“ sagði Andri í ávarpi sínu.
Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti til leiks Kosningaáttavita Viðskiptaráðs. Kosningaáttavitin er afrakstur spurningakönnunar sem send var öllum stjórnmálaframboðum í aðdraganda fundarins um er að ræða 60 spurningar sem kannar afstöðu stjórnmálaflokka á fjórum málefnasviðum; rekstrarumhverfi, opinber umgjörð, rekstur ríkisins og undirstöðurnar. Kosningaáttavitinn mæli efnahagslegt frelsi og skýrleika í stefnu flokka.
Líflegar umræður sköpuðust í pallborði sem að þessu sinni voru tvískiptar. Í fyrri hlutanum tóku þátt þau Gísli Rafn Ólafsson frá Pírötum, Ragnar Þór Ingólfsson frá Flokki fólksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Í seinni hlutanum voru fulltrúar þeirra fjögurra stjórnmálaflokka sem hafa mælst með mest fylgi í nýlegum skoðanakönnunum. Þar mættu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Jóhann Páll Jóhannsson frá Samfylkingu, Sigríður Á. Andersen frá Miðflokki og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Fundurinn var sýndur í beinu streymi og má sjá upptöku frá fundinum hér að neðan.
---
Umfjöllun í fjölmiðlum:
Vill ekki lækka skatta fyrr en ríkið er fullfjármagnað - mbl.is, 13. nóv. 2024
Af hverju býður Viðskiptaráð sig ekki fram? - mbl.is, 13. nóv. 2024
Vill draga úr opinberu framlagi til stjórnmálaflokka - mbl.is 13. nóv. 2024
Bjarni vill RÚV af markaði – Sigríður vill ekkert RÚV - mbl.is, 13. nóv. 2024
Stefna Viðreisnar óskýrust - vb.is, 13. nóv. 2024
Beint: Leiðtogar flokkanna á fundi Viðskiptaráðs - mbl.is, 13. nóv 2024
Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar - visir.is, 13. nóv 2024